Yfirlit
| Hlutverk | Helstu réttindi og ábyrgð |
|
Yfirumsjónaraðili félags (Club Manager) |
• Heildarumsjón með félaginu og öllum liðum þess. • Aðgangur að öllum hlutum kerfisins. • Umsjón með trúnaðargögnum (samningar, kaupsamningar) • Notendastjórnun innan félags (ekki úthlutun annarra yfirumsjónaraðila) |
|
Ábyrgðaraðili skráninga félags (Club Registration Manager) |
• Umsjón með skráningum og afskráningum (Félagaskipti) • Fullur aðgangur að persónuprófílum skráðra leikmanna |
|
Ábyrgðaraðili leikskýrslna félags (Lineup Manager) |
• Umsjón með mótmálum, leikjabreytingum og leikmannalistum. • Skil á leikskýrslu • Heimildir á heimaleikjum fyrir rauntímagögn (COMET LIVE) |
|
Ábyrgðaraðili leyfisumsókna félags (Club Licensing Manager) |
• Umsjón með leyfisumsóknum félagsins • Innsending gagna og flokka í leyfiskerfi |
Yfirþjálfari
Yfirþálfari þarf hlutverk Ábyrgðaraðili skráninga félags og Ábyrgðaraðili leikskýrslna félags.
Dómarastjóri:
Skráning starfsfólks félags, þjálfara og dómara er í höndum ábyrgðaraðila skráninga félags (Club Registration Manager) eða yfirumsjónaraðila (Club Manager).
Hlutverkið dómarastjóri(Club Referee Manager) ber hins vegar ábyrgð á að skipa dómara á leiki í þeim keppnum þar sem notandanum hefur verið úthlutað hlutverki dómarastjóra.
Þetta hlutverk veitir ekki aðgang að leikmannaskráningum, samningum, leikmannafærslum eða öðrum viðkvæmum gögnum félagsins og hentar því eingöngu fyrir verkefni sem tengjast dómaraskipunum.
Hvernig bæti ég við notanda í félagið mitt?
Athugasemdir
0 comments
Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.