Comet er mótakerfi fyrir fótbolta sem var stofnað af Analyticom í Króatíu árið 2003. Fimmtíu sambönd úti í heimi nota Comet, þ.á.m. Færeyjar, Wales, Kanada, Króatía o.fl.
Skráningar í Comet eru með ólíku sniði en í gamla mótakerfi KSÍ. Í Comet eru lið félagsins skráð undir félagið og starfsfólk og fulltrúar félagsins hafa sérskráningu inn á heimasvæði félagsins. Hvert félag hefur sitt heimasvæði þar sem hægt er að breyta grunnupplýsingum um félagið, hafa yfirumsjón yfir lið félagsins, setja inn útlit búninga félagsins, og skrá leikmenn, þjálfara, starfsfólk og fulltrúa.
Starfsfólk félags eru þau sem vinna með liðum félagins einsog t.d. sjúkraþjálfari, leikgreinandi, læknir, liðsstjóri.
Fulltrúar félags eru þeir sem vinna á skrifstofunni, einsog framkvæmdastjóri, ritari, formaður, yfirmaður knattspyrnumála, yfirþjálfari o.sv.frv.
Athugasemdir
0 comments
Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.